Aðgerða þörf í loftslagsmálum

Sam­kvæmt nýlegri skýrslu United Nations Environ­mental Programme (UNEP) ger­ast umhverf­is­breyt­ingar í heim­inum hraðar en áður var talið og munu verða hrað­ari ef hita­stig jarðar hlýnar enn frek­ar. Í skýrsl­unni er greint frá svæð­is­bundnum umhverf­is­breyt­ingum í Evr­ópu, Norður Amer­íku, Asíu og Kyrra­hafi, Vest­ur­-Asíu, Mið-Am­er­íku, Karí­ba­hafi og Afr­íku. Sam­bæri­leg umhverf­isvá herjar á hverja heims­álfu, auk­inn fólks­fjölg­un, hrað­ari þétt­býl­is­mynd­un, aukin neysla, eyði­merk­ur­mynd­un, jarð­vegseyð­ing, lofts­lags­breyt­ingar og nú í auknum mæli alvar­legur vatns­skort­ur. Það er ljóst að lífs­gæði allra í heim­inum byggja á sjálf­bærri nýt­ingu auð­linda en það er jafn­framt ljóst að fram­ganga manns­ins á jörð­inni hefur verið ósjálf­bær hingað til. Vist­kerfi jarðar er afar við­kvæmt, auk ofan­greindra þátta er ljóst að fjöldi dýra- og plöntu­teg­unda er í útrým­ing­ar­hættu. Til að stemma við þessum miklu breyt­ingum á vist­kerf­inu þurfa allir að taka ábyrgð til þess að halda frek­ari umhverf­is­breyt­ingum í skefj­um. Við eigum eina jörð, efna­hags­líf og sam­fé­lög þurfa að miða við hennar end­an­legu tak­mörk. 

Flestir þjóð­ar­leið­togar gera sér grein fyrir alvar­leika máls­ins sam­an­ber sam­komu­lag 195 þjóða í París á síð­ast­liðnu ári sem felst í því að halda hlýnun jarðar af manna­völdum inn­an 2°C. Ef sam­komu­lagið á að verða sá við­snún­ingur sem von­ast er eftir verða einnig fyr­ir­tæki um allan heim að axla ábyrgð í bar­átt­unn­i ­gegn lofts­lags­breyt­ingum og setja sér mark­mið í lofts­lags­mál­um. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa bent á það að hér­lendis er engin opin­ber stefna í lofts­lags­málum en stjórn­völdum ber að fylgja eftir und­ir­skrift­inni með aðgerð­ar­á­ætlun um að draga úr los­un. Losun á hvern íbúa er mun hærri hér­lend­is, um 14 tonn að með­al­tali á hvern íbúa á meðan hún er um 7 tonn í Evr­ópu.

Stjórn­endur á atvinnu­mark­aði þurfa að taka ábyrgð á áhrifum starf­semi fyr­ir­tækja sinna á umhverfið og horfa til fram­tíðar með lang­tíma­hags­muni fyr­ir­tæk­is­ins og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Fyr­ir­tæki sem marka sér ekki ábyrga stefnu í þessum málum tekur aukna áhættu tengt beinum og óbeinum áhrifum starf­sem­innar á umhverfi og sam­fé­lag. Fyr­ir­tæki hér­lendis eru að setja sér mark­mið í umhverf­is­málum í auknum mæli. Nýlega skrif­uðu ríf­lega hund­rað fyr­ir­tæki undir lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar með það að mark­miði að leggja sitt að mörkum í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum sem felst í því að ná jafn­vægi milli los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­bind­ing­ar. Yfir­lýs­ingin krefst þess að fyr­ir­tækin setji sér mæl­an­leg mark­mið og birti nið­ur­stöður mæl­inga árlega. Í fram­hald­inu þurfa stjórn­endur að skipu­leggja starf­sem­ina á mark­vissan hátt með inn­byggðum mót­væg­is­að­gerðum þannig að hún skaði ekki umhverf­ið. Helsta áskor­unin felst í því að sam­þætta ábyrga stefnu við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á þann hátt að fyr­ir­tæki geti haft jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umhverfið á sama tíma og við­skipta­legum ár­angri er náð. Mæl­ing á árangri reyn­ist vera mik­ill hvati við inn­leið­ingu á umhverf­is­stefnu bæði innan fyr­ir­tækis og fyrir önnur fyr­ir­tæki í við­skipta­líf­in­u. 

Hvatar til auk­innar ábyrgðar í þessum málum eru að aukast, nýverið kynnti Kaup­höllin leið­bein­ing­ar Nas­daq OMX um sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja. Stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að vera með­vit­aðir um að senn líður að því að þeim beri laga­leg skylda til að fylgja form­legri umhverf­is­stefnu. Fyr­ir­tæki geta ekki mikið lengur skýlt sér á bak við smá­verk­efni og pen­inga­gjafir sem eru eyrna­merkt sam­fé­lags­á­byrgð. Ávinn­ingur fyr­ir­tækja að sýna ábyrga starfs­hætti er mik­ill, rann­sóknir benda til þess að fyr­ir­tæki öðlist for­skot og sýni fram á aukna sam­keppn­is­hæfni með því að fylgja fast­mót­aðri og aðgerða­bund­inni sam­fé­lags­lega ábyrgri stefnu. Fyr­ir­tæki líkt og stjórn­völd verða marka sér aðgerða­bundna stefnu í lofts­lags­málum og taka þannig virkan þátt í bar­átt­unn­i ­gegn frek­ari umhverf­is­breyt­ingum og hlýnun jarð­ar.

Previous
Previous

Fjölbreytileiki eflir atvinnulífið

Next
Next

Þarf að verðlauna jafnrétti?