Teymið

Langbrók var stofnað í lok árs 2020 og veitir ráðgjöf á sviði samfélagsábyrgðar, samskiptamála, breytingastjórnunar, markaðsmála og almannatengsla. Í ráðgjöf Langbrókar er lögð áhersla á heiðarleika, hugrekki og skapandi hugsun. Ráðgjöfin byggir á heildrænni stefnumörkun þar sem tækifæri fyrirtækja eru kortlögð með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi. Áhersla er á að efla samkeppnishæfni vörumerkja með aðferðafræði breytinga- og vörumerkjastjórnunar og megin markmiðið er að aðstoða stjórnendur að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni. Horft er til leiða í rekstri fyrirtækja til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Þessi vegferð er unnin í samstarfi við starfsfólk og aðra hagaðila til ná fram breytingum innan fyrirtækja. Þessi vegferð með gegnsæi og ábyrgð í fyrirrúmi, eykur verðmætasköpun og hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja. Leiðandi vörumerki ryðja brautina og þora að fara sínar leiðir.

Langbrók vinnur með stjórnendum fyrirtækja í stefnumörkun og innleiðingu samfélagsábyrgðar og samfélagsskýrslugerðar. Hugmyndafræðin byggir á að auka sjálfbærni í starfseminni og efla samkeppnishæfni. Unnið er með eftirfarandi mælikvarða: UN Global Compact, European Sustainability Reporting Standards (ESRS) Global Reporting Initiative (GRI), ESG/UFS og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG).

Langbrók hefur unnið með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ýmsum geirum líkt og 66°Norður, Landsvirkjun, Sýn, Icelandair, Hörpu, Norðurál, Landsnet, Alcoa Fjarðaál, Valitor, Orkustofnun og Kötlu. Langbrók hefur unnið fyrir innlend og alþjóðleg félagasamtök líkt og Women Political Leaders, Festu miðstöð um samfélagsábyrgð, Samráðsvettvang um aukna hagsæld og fleiri aðila.

Soffía S. Sigurgeirsdóttir, Bára Mjöll Þórðardóttir og Karen Kjartansdóttir eru eigendur Langbrókar sem allar hafa víðtæka reynslu í stefnumótum og breytingastjórnun á sviði samfélagsábyrgðar, almannatengsla, markaðs- og kynningarmála.

Soffía S. Sigurgeirsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Langbrókar. Hún hefur starfað um árabil sem stjórnendaráðgjafi fyrir alþjóðleg og innlend fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Soffía hefur sinnt ráðgjöf og stefnumörkun á sviði samfélagsábyrgðar, almannatengsla, breytingastjórnunar, kynningar- og markaðsmála. Jafnframt hefur Soffía stýrt innleiðingu samfélagsábyrgðar og samfélagsskýrslugerðar hjá fjölda fyrirtækja, stýrt vinnustofum, rýnihópum og leitt samstarf við haghafa fyrirtækja. Til fjölda ára hefur hún sinnt þjálfun í fjölmiðlasamskiptum fyrir leiðandi fyrirtæki. Soffía hefur áralanga reynslu í krísustjórnun og almannatengslum.

Soffía starfaði áður hjá KOM ráðgjöf í sex ár þar áður starfaði hún sem framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á Íslandi, í starfi sínu kom hún meðal annars á Hvatningaverðlaunum jafnréttismála. Soffía starfaði í 10 ár í fjármálageiranum sem sérfræðingur í almannatengslum og samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum, sem framkvæmdastjóri fjárfestatengsla og markaðsmála hjá Spron og sem forstöðumaður markaðsmála hjá Sambandi sparisjóða.

Soffía er með M.Sc. í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og B.A. í sálarfræði frá Háskóla Íslands. Hún lagði jafnframt stund á heimspekinám við HÍ. Soffía er með vottun frá Global Reporting Initiative (GRI) í skýrslugerð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Soffía hefur stundað íþróttir frá unga aldri og stundar fjölbreytta útivist. Soffía er Snjódrífa og ein af stofnendum góðgerðarfélagsins Lífskrafts þar sem hún hefur ásamt Snjódrífunum þverað Vatnajökul og staðið að göngu 130 kvenna á Hvannadalshnúk til styrktar krabbameinstengdum verkefnum. Soffía hefur sinnt góðgerðarmálum um árabil, hún sat í stjórn ABC barnahjálpar í sjö ár og sat í stjórn UN Women á Íslandi í átta ár. 

Bára Mjöll Þórðardóttir er meðeigandi og stjórnendaráðgjafi hjá Langbrók. Hún hefur áralanga reynslu á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni, markaðs- og samskiptamála sem stjórnandi, ráðgjafi og sérfræðingur.

Áður en Bára Mjöll gekk til liðs við Langbrók starfaði hún við rekstrar- og markaðsráðgjöf sem fól m.a. í sér mörkun, stefnumótun, breytingastjórnun og endurskipulagningu. Hún starfaði um árabil á sviði markaðs- og samskiptamála bæði á íslenskum neytendamarkaði sem og erlendum mörkuðum. Hún starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Bláa Lóninu og sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone og Stöð 2 (Sýn hf.) Bára Mjöll starfaði í fjármálageiranum í 18 ár, m.a. sem markaðsstjóri hjá S24 og sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka þar sem hún vann meðal annars að stefnumótun í samfélagslegri ábyrgð.

Bára Mjöll er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavik, ásamt löggildingu í verðbréfamiðlun. Hún lagði auk þess stund á M.Sc. nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Bára Mjöll hefur mikinn áhuga á útivist, hreyfingu, heilbrigði og ferðalögum og þykir fátt skemmtilegra en að skella sér í fjallgöngur og á skíði. Hún hefur ferðast víða en það sem stendur upp úr eru ferðalög hennar til Nepal þar sem hún gekk m.a. í grunnbúðir Annapurna og langleiðina í grunnbúðir Everest þar sem hún varð heilluð af landi og þjóð. Bára Mjöll hefur sinnt góðgerðarmálum um árabil, hún er ein af stofnendum góðgerðarfélagsins Lífskrafts og situr einnig í stjórn Lífs styrktarfélags.

Karen Kjartansdóttir er meðeigandi og stjórnendaráðgjafi hjá Langbrók. Hún hefur mikla reynslu af samskiptastjórn og fjölmiðlastörfum.

Hún starfaði í áratug á fjölmiðlum, síðast sem varafréttastjóri Stöðvar 2. Hún var einn aðalskipuleggjenda þegar unnið var að sameiningu Landssambands útvegsmanna við Samtök fiskvinnslunnar svo úr varð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hafði yfirumsjón með ásýnd nýrra samtaka sem samskiptastjóri.

Þá hefur Karen í störfum sínum sem ráðgjafi aðstoðað fjölda fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka við margvísleg verkefni með eftirtektarverðum árangri, svo sem við skipulagningu viðburða, endurmörkun, umsjón samskipta- og kynningarmála og áfalla- og krísustjórnun.

Karen útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur lokið námskeiði í sjálfbærni og hringrásarhagkerfi frá Cambridge.

Karen hefur lengi stundað hreyfingu og útivist af miklu kappi. Henni finnst gaman að takast á við áskoranir en hún hefur m.a. gengið yfir Grænlandsjökul og Vatnajökul enda jafnan í essinu sínu í krefjandi verkefnum. Karen sat í stjórn Tækniskóla Íslands á árunum 2014 til 2016 og var varamaður í stjórn Lífeyrissjóðsins Gildi frá 2015 til 2017.