Ráðgjöf Langbrókar

Langbrók aðstoðar stjórnendur að marka veginn í átt að aukinni sjálfbærni með því að samþætta starfsemina við samfélag, efnahag og umhverfi. Þessi vegferð kallar á aukið gegnsæi, samskipti, breytingastjórnun og nýsköpun sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun og jákvæðri ímynd. Hagaðilar eru meðvitaðir um áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og kalla eftir gegnsæi og aukinni ábyrgð. Liður í samfélagsábyrgð fyrirtækja er að birta upplýsingar um starfsemina og eiga þannig samtal við hagsmunaaðila. Auk efnahagslegs ávinnings eflir það samkeppnishæfni fyrirtækja meðal annars á sviði áhættu- og gæðastýringar, jafnréttismála, vöruþróunar og nýsköpunar.

Ábyrgð - Aukin samkeppnishæfni

Langbrók telur að fyrirtæki sem eru samfélagslega ábyrg séu með visst samkeppnisforskot og líklegri til að vera leiðandi á markaði. Stjórnendur ábyrgra fyrirtækja eru líklegri til að horfa til framtíðar með langtímahagsmuni fyrirtækisins, orðspors­áhættu og sjálfbærni að leiðarljósi.

Almannatengsl

Langbrók aðstoðar fyrirtæki að auka sýnileika vörumerkja með almannatengslum. Samfélagsábyrgð og kynningarmál eru samtvinnuð þar sem góðri starfsemi er komið markvisst á framfæri á vettvangi fjölmiðla og haghafa.

Uppbygging vörumerkja

Viðhorf haghafa gagnvart fyrirtækjum mótar ímynd þeirra. Áherslur á sjálfbærni, ábyrgð og gegnsæi hefur jákvæð áhrif á verðmæti vörumerkja. Langbrók veitir ráðgjöf í mörkun fyrirtækja sem hefur jákvæð áhrif á ímynd og uppbyggingu vörumerkja.

Samfélagsábyrgð

Langbrók aðstoðar fyrirtæki að marka stefnu í samfélagsábyrgð, móta markmið og innleiða aðgerðir til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfi og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Hugmyndafræðin byggir á að auka sjálfbærni í starfseminni og efla samkeppnishæfni. Markmiðið er að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfi, innleiða breytingar og mótvægisaðgerðir og stýra virðiskeðjunni á ábyrgan hátt í starfseminni. Ennfremur er markmiðið að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, framfylgja góðum stjórnarháttum, efla jafnrétti og auka gegnsæi. Á þennan hátt geta fyrirtæki eflt samkeppnishæfni sína á markaði. Á þessari vegferð þurfa stjórnendur fyrirtækja oft að fara nýjar leiðir, skapa nýja ferla, vörur og þjónustu til auka sjálfbærni til lengri tíma. Horft er til þriggja grunnstoða samfélagsábyrgðar og leiða til að samþætta við kjarnastarfsemi fyrirtækis byggt á alþjóðamælikvörðum.

Stefnumörkun

Langbrók aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í stefnumörkun og við innleiðingu á stefnu í samfélagsábyrgð. Á þessari vegferð þurfa fyrirtæki að horfa út fyrir kassann sem kallar á nýsköpun og þróun sem aftur hefur jákvæð áhrif á arðsemi fyrirtækja til lengri tíma.

Markmið/aðgerðir

Langbrók vinnur með stjórnendum að innleiða stefnu í samfélagsábyrgð sem felst í skýrum markmiðum, aðgerðum og verkefnum. Horft er til leiða í rekstri fyrirtækisins til að draga úr losun, minnka úrgang og innleiða mótvægisaðgerðir til að lágmarka umhverfisáhrif. Langbrók vinnur með fyrirtækjum að kortleggja tækifæri til að gefa til baka til samfélagsins á þann veg að það auki verðmætasköpun þess og haghafa.

Gæðastýring/áhættustýring

Þegar fyrirtæki fylgja eftir stefnu í samfélagsábyrgð eru þau að fylgja eftir aðferðafræði sem byggir á gæðastjórnun. Fyrirtækin hafa kortlagt áhrif starfseminnar á efnahag, umhverfi og samfélag og sett sér mælanleg markmið til að gera betur í þessum málaflokkum. Langbrók aðstoðar stjórnendur að kortleggja möguleg áföll og innleiða leiðir til að lágmarka líkur á áföllum.

Almannatengsl

Langbrók aðstoðar fyrirtæki að marka stefnu á sviði almannatengsla. Almannatengsl snúast um að koma skilaboðum markvisst á framfæri til hagsmunaaðila til að hafa jákvæð áhrif á vörumerki og viðskiptatengsl. Langbrók aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í samskiptum við fjölmiðla og aðra hagaðila. Tengsl hagsmunaaðila við fyrirtæki eru ólík og viðhorf þeirra getur verið ýmist jákvætt, neikvætt eða hlutlaust sem endurspeglast í samskiptum eða greiningu á fyrirtækinu. Meginmarkmiðið er að efla samskipti og samstarf við helstu hagsmunaðila fyrirtækis. Samskiptaáætlun miðar að því að tryggja markviss og skýr skilaboð til allra hagaðila. Langbrók vinnur með stjórnendum í greiningu og samskiptum við hagsmunaaðila.

PR strategía

Langbrók aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í stefnumörkun og við innleiðingu á PR strategíu. Stefnumörkunin felst í kortlagningu á tækifærum til að koma fyrirtækinu á framfæri sem hefur jákvæð áhrif á vörumerkið og kortleggja mögulega orðsporsáhættu.

Fjölmiðlar

Mikilvægt er að eiga í góðum samskiptum við fjölmiðla og aðra lykil hagaðila þar sem þeir eru tengiliður fyrirtækja við almenning. Samfélagslega ábyrg fyrirtæki eiga í markvissum samskiptum við alla hagsmunaaðila þ.m.t. fjölmiðla þar sem gegnsæi og ábyrgð er höfð að leiðarljósi í samskiptum.

Krísustjórnun

Langbrók aðstoðar stjórnendur þegar fyrirtæki lenda í áföllum sem getur skaðað ímynd þess. Ráðgjafar styðjast við aðferðafræði krísustjórnunar. Með því að fylgja aðferðafræði krísustjórnunar þá geta stjórnendur og talsmenn lágmarkað skaðann sem verður á ímynd félagsins. Langbrók aðstoðar stjórnendur að kortleggja mögulega orðsporsáhættu og koma á framfæri upplýsingum á vettvangi fyrirtækis til lágmarka skaðann og hefja vegverð uppbyggingar á trausti á ný.

Samskipti

Langbrók aðstoðar fyrirtæki að marka stefnu á sviði innri og ytri samskipta. Samskiptaáætlun miðar að því að tryggja markviss og skýr skilaboð til allra hagaðila. Langbrók vinnur með stjórnendum í greiningu og samskiptum við hagsmunaaðila. Meginmarkmiðið er að efla samskipti og samstarf við helstu hagsmunaðila fyrirtækinu og þeim til heilla. Lykil áherslum, gildum og skilaboðum er komið markvisst á framfæri á vettvangi fyrirtækis með það að markmiði að byggja upp jákvæða ímynd. Langbrók vinnur með stjórnendum í greiningu og samskiptum við hagsmunaaðila.

Samskiptaáætlun

Samskiptaáætlun miðar að því að tryggja markviss og skýr skilaboð til allra hagaðila. Langbrók aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í stefnumörkun og við innleiðingu á samskiptaáætlun sem er samofin kynningar- og markaðsáherslum fyrirtækis.

Breytingastjórnun

Langbrók styðst við aðferðafræði breytingastjórnunar til innleiða stefnu innan fyrirtækja. Þekking og reynsla starfsmanna eru nýtt til að koma auga á tækifæri og möguleika á jákvæðum breytingum. Innleiðing breytinga eru tryggð með skýrum markmiðum og áætlun þar sem stjórnendur eru virkir þátttakendur í innleiðingu breytinga.

Markaðsráðgjöf

Langbrók aðstoðar fyrirtæki að marka stefnu á sviði markaðsmála. Leiðandi vörumerki eiga það sameiginlegt að vera með sérstöðu á markaði sem endurspeglast í skýrum áherslum myndrænt og í lykilskilaboðum. Hið huglæga mat neytenda á vörumerki byggist fyrst og fremst á upplifun, viðbrögðum og mati á frammistöðu en ennfremur skiptir tengsl vörumerkisins við neytendur miklu máli. Ef vörumerki nær að skapa gott vörumerkjasamband við neytendur eru þeir líklegri til að sýna því meiri hollustu og traust. Það eykur jafnframt verðmæti vörumerkja. Sterkt vörumerkjasamband er mikilvægt þegar vel gengur en gríðarlega mikilvægt þegar áföll steðja að. Ímynd fyrirtækja/vörumerkis hefur áhrif á val neytenda og aðgreiningu frá öðrum vörumerkjum og því skiptir máli að vera með vel markað vörumerki sem hefur jákvæð áhrif á ímyndina.

Mörkun

Langbrók aðstoðar stjórnendur við mörkun og endurmörkun á vörumerkjum. Mörkun hefur áhrif á ímynd fyrirtækja og því mikilvægt að huga vel að því hvað vörumerkið stendur fyrir og hver staðfærsla þess er.

Vörumerkjastjórnun

Vörumerkjastjórnun felst í því að koma á framfæri á markvissan hátt starfsemi, verkefnum og fólki á vettvangi fyrirtækisins, samfélagsmiðlum, fjölmiðlum, viðburðum og fundum.

Jákvæð ímynd

Skýr stefna, aðgreining á markaði, ábyrgð, sjálfbærni og gegnsæi eru forsendur og grunnstoðir jákvæðrar ímyndar.

Samfélagsskýrslur

Langbrók vinnur með stjórnendum fyrirtækja í innleiðingu að samfélagsskýrslugerð. Langbrók vinnur með eftirfarandi mælikvarða: UN Global Compact, European Sustainability Reporting Standards (ESRS), Global Reporting Initiative (GRI), ESG/UFS og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG). Í upphafi fer fram mikilvægisgreing (Materiality Assessment) þá eru kortlagðir helstu snertifletir og sameiginlegir hagsmuni helstu haghafa fyrirtækis. Þau samskipti skapa iðulega tækifæri á betrumbótum og samstarfi sem skapar aukna verðmætasköpun fyrir hlutaðeigandi. Þeir mælikvarðar sem eru lagðir til grundvallar í skýrslugerðinni verða að endurspegla helstu áherslur fyrirtækisins og vera í samræmi við aðra mælikvarða sem fyrirtækið er að fylgja eftir. Global Reporting Initiative (GRI) er leiðandi staðall í samfélagsskýrslugerð og nýtist fyrirtækjum í að kortleggja snertifleti starfseminnar á umhverfið og samfélagið og að setja sér markmið í átt að sjálfbærari rekstri. Það felst mikil gæðastýring í samfélagsskýrslugerð sem dregur úr orðsporsáhættu.

Ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikningi

Árið 2016 tóku lög um ársreikninga nr. 3/2006 breytingum í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins nr. 201/34/ESB. Meðal breytinga eru auknar kröfur um ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársskýrslum fyrirtækja. Lögin ná til félaga sem tengjast almannahagsmunum (e. Public Interest Entity) og félaga sem falla undir 9. tölul. og d-lið 11. tölul. 2. gr. Auknar upplýsingar um ófjárhagslega þætti í rekstri fyrirtækja gerir hagsmunaaðilum kleift að meta betur árangur fyrirtækja á sviði samfélagsábyrgðar.

Sjálfbærni - Gegnsæi - Ímynd

Innleiðing samfélagsskýrslugerðar eflir gegnsæi, ábyrgð og sjálfbærni í starfsemi fyrirtækja. Langbrók aðstoðar stjórnendur að koma á framfæri góðum árangri í starfseminni.

Samfélagsmiðlar

Langbrók aðstoðar fyrirtæki við stefnumótun í notkun samfélagsmiðla sem skiptir máli fyrir uppbyggingu og mörkun fyrirtækja. Samfélagsmiðlar geta spilað veigamikið hlutverk þegar kemur að sýnileika og vörumerkjaþekkingu. Samfélagsmiðlar eru vettvangur til að koma markvissum upplýsingum og efni til skila til mismunandi markhópa á skjótan og hnitmiðaðan hátt. Þar kemur efnissköpunin sterk inn en mikilvægt er að sníða efni að mismunandi markhópum þannig að það skili sem bestum árangri og rétt skilaboð komist til skila á viðeigandi markhópa.

Stefnumótun

Langbrók aðstoðar fyrirtæki við stefnumótun og innleiðingu á samfélagsmiðlastefnu. Á þessari vegferð þurfa fyrirtæki að horfa til hvaða miðlar henta út frá mismunandi markhópum og því samtali sem fyrirtæki hyggst eiga við viðskiptavini.

Áhrifarík efnissköpun

Mikilvægt er að huga vel að efnissköpun fyrir samfélagsmiðla. Efnið þarf að vera áhrifaríkt, í takti við tíðarandann og framsetningin sköpunarrík. Leiðandi vörumerki nýta sér vettvang samfélagsmiðla til að byggja markvisst upp vörumerki sín. Þá skiptir sköpum að framleiðsla á efni endurspegli það sem vörumerkið stendur fyrir og hafi jákvæð áhrif á einstaklinga og skapi tengsl við vörumerkið.

Stafræn tækifæri kortlögð

Með innleiðingu stafrænnar tækni og miðla geta fyrirtæki aukið enn frekar þann árangur sem þau hafa náð og dýpkað það samtal sem þau eiga við viðskiptavini. Stafræn umbreyting getur einnig hjálpað fyrirtækjum að ná enn meiri árangri og styrkt samkeppnisstöðu þeirra.

Viðburðir

Langbrók aðstoðar fyrirtæki við að halda viðburði og eiga þannig samtal við mismunandi haghafa hverju sinni. Leiðandi vörumerki nýta sér þennan vettvang til að auka sýnileika sinn og hafa áhrif á umræðu og markaði. Mikilvægt er að viðburðir endurspegli starfsemi fyrirtækja og auki verðmætasköpun, hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur, málþing eða samfélagsverkefni.

Fundir, ráðstefnur, málþing

Langbrók aðstoðar fyrirtæki að skipuleggja fundi, ráðstefnur og málþing þannig að viðburðurinn endurspegli starfsemi þeirra og auki verðmætasköpun.

Samfélagsverkefni

Langbrók kemur með hugmyndir að jákvæðum samfélagsverkefnum, sem sýna ábyrgð fyrirtækja í verki og auka verðmæti þeirra. Mikilvægt að nnleiðing samfélagsverkefna sé samofið samfélagsábyrgð fyrirtækisins.

Markaðs- og kynningarmál

Við aðstoðum fyrirtæki við að koma viðburðum sem þau standa fyrir á framfæri, ásamt þeim samfélagsverkefnum sem verið er að vinna að í gegnum markaðs- og kynningarstarf.